HönnunarMars 2018

HönnunarMars fer fram í ellefta sinn dagana 28. – 31. mars 2019.

Lista yfir alla viðburði má finna hér á vef HönnunarMars.

Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.

HönnunarMars sameinar allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafíska hönnun og vöruhönnun.

Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með ári hverju til að taka þátt á HönnunarMars.

Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mikið fyrir þátttakendur.

Lista yfir alla viðburði má finna hér á vef HönnunarMars.

Ráðstefnan DesignTalks markar upphaf HönnunarMars, uppskeruhátíðar hönnuða og arkitekta. DesignTalks 2019 varpar ljósi á hlutverk og áhrifamátt hönnunar á tímum stórfelldra breytinga í heiminum og leggur til að “eina leiðin sé upp!” 

Hér má sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara o.þ.h.