Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður sunnudaginn 5. mars kl. 14.00. 

Mikil aðsókn hefur verið á viðburði sýningarinnar svo mælt er með að skrá sig á viðburðinn.

 

Sýningin Rauður þráður með verkum Hildar Hákonardóttur var opnuð þann 14. janúar á Kjarvalsstöðum.Hildur hefur á löngum starfsferli tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað.
Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu. Einnig verða sýndar innsetningar, ljósmyndir, myndbandsverk og tölvugerðar teikningar frá víðfeðmum ferli sem spannar yfir fimmtíu ár.

Sýningarstjóri er Sigrún Inga Hrólfsdóttir en sýningin er afrakstur rannsóknar hennar á ferli Hildar. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur.

Nánari upplýsingar um sýninguna  hér...