Hattagerðarnámskeið

Tvö laus pláss á námskeið í hattagerð 23. og 24. febrúar. Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt. Kennari er Helga Rún Pálsdóttir, klæðskerameistari, fatahönnuður og leikmynda- og búningahönnuður. Námskeiðið fer fram í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e, kennt er laugardag og sunnudag kl. 9-14. Nemendur komi mað krít, títiprjóna og gott er að hafa fingurbjörg því um er að ræða mikinn handsaum. Verð: 38.500 kr. (34.650 kr. fyrir félagsmenn HFÍ). Efniskostnaður er innifalin (10.500 kr.) en nemendur geta gjarnan komið með fjaðrir, perlur og annað til að skreyta með.

Skráning fer fram á skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 5515500