Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2020

Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2020

Dagana 5. – 11. júlí 2020 verða haldin spennandi handverksnámskeið í Viljandi í Eistlandi. Boðið er upp á námskeið í þjóðlegu eistnesku handverki en þátttakendur koma hvaðanæva að. Það er háskólinn í Tartu sem skipuleggur námskeiðin með menningu og hefðir Eistlands að leiðarljósi.

Boðið er upp á 36 mismunandi námskeið sem ýmist eru eins eða tveggja daga löng. Kennarar á námskeiðunum eru handverksfólk og listamenn víða að úr heiminum. Hver þátttakandi setur saman eigin námskeiðsdagskrá, auk þess sem spennandi dagsferð og ýmsir viðburðir eru hluti af dagskránni. Á meðal námskeiða að þessu sinni er litun, glerperlugerð, útsaumur, prjón, vinna úr birkiberki, prjónavélaprjón, spuni, spjaldvefnaður, silfurvinna, hekl, viðarvinna og vinna úr beini. 

Skráningin er opin til 15. maí en lægra gjald er fyrir þá sem skrá sig fyrir lok febrúar.

Heildarupplýsingar má nálgast  hér: https://www.kultuur.ut.ee/en/craft-camp (listi yfir námskeið og einstök atriði, sem og skráning er á þessari síðu).

Fjölmargir íslendingar hafa tekið þátt í handverksbúðunum í Eistlandi í gegnum árin og undantekningarlaust verið mikil ánægja með alla þætti.

Þú getur fundið handverksbúðirnar á Facebook og heimasíðu Tartu.