Handverksnámskeið í Eistlandi

Handverksnámskeið í Eistlandi 8. - 14. júlí 2019 

Háskólinn í Viljandi stendur árlega fyrir spennandi handverksnámskeiðum fyrir handverksfólk og listamenn. Valið stendur á milli 39 námskeiða á meðal þess sem boðið er upp á er útsaumur, silfurvinna, litun. spjaldvefnaður, knipl o.fl. Að þessu sinni er lögð áhersla á námskeið sem höfða til karla t.d. trévinna og málmsmíði.

Skráning er til 15. maí - sjá nánar hér.

Fjölmargir íslendingar hafa sótt námskeið í Viljandi og látið vel af.