Handverksfólk óskast á Árbæjarsafn

Handverksfólk óskast á Árbæjarsafn!

Árbæjarsafn vill hefja handverkið upp til vegs og virðingar á safninu og bjóða upp á hæglætishelgar í sumar þar sem gestir rölta um safnið á eigin forsendum. Þá er vilji til þess að hafa fleira handverksfólk á svæðinu sem er tilbúið til þess að spjalla við gesti um leið og það vinnur að sínu verki. Með þessu næst fram mikilvæg þekkingarmiðlun á ýmiskonar handverki og vonandi vakinn áhugi fyrir því meðal gesta. Viðvera yrði á safninu annað hvort laugardag eða sunnudag milli kl. 13-16 og greitt er fyrir vinnuna. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Sigurlaug Ingólfsson á tölvupóstfanginu sigurlaugur.ingolfsson@reykjavik.is