Handverksdagur gamalla hefða

Víkingahópur Suðurlands, Gallery Flói og Ullarvinnslan bjóða ykkur að koma og njóta hefða í handverki líkt og stunduð var á tímum víkinga.

Handverksdagurinn er haldinn í Gallery Flóa laugardaginn 29. júní kl. 12-15.

Meðal þess sem sýnt verður af handverki er glerperlugerð og jurtalitun ullar.
Á staðnum verða íslenskar landnámshænur sog einnig verður á boðstoðnum súpa fyrir gesti og gangandi á meðan að endist.
Þetta er í fimmta sinn sem þessi viðburður er haldinn er hann hefur mælst vel fyrir.

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook