Handbróderaðir púðar - netsýning

Þórdís Jónsdóttir hefur opnað netsýningu sem stendur út desember.

Þórdís býr á Akureyri og þar verða útsaumsverk hennar til. Útsaumur Þórdísar er sjálfsprottinn, hún þræðir nál með litfögru garni og stingur fyrsta sporið. Þar með hefst samvinna hugar og handar og um leið gerir Þórdís gamla handverkshefð að sinni.

Hún heldur nú annað árið í röð netsýningu á sínum fallegu handbróderuðu púðum og myndum.

Finna má frekari upplýsingar á Facebook síðu Þórdísar: Handbróderaðir púðar – Þórdís Jónsdóttir.

→ Hlekkur á sýninguna