Verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári og því síðasta þar sem samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í forgrunni. „Efnið og það sem ég horfi á segir mér hvað skal gera.“ Munstur og lagskipting eru ráðandi, en munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma.
Þetta er tíunda einkasýning Bjargar, hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er starfandi bæjarlistamaður eins og er. Hún lauk MA í listkennslu frá HA og LHÍ 2017 og diploma í myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003.