Grunnnámskeið í textílþrykki

Myndlistaskólinn í Reykjavík: grunnnámskeið í textílþrykki með Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur.

Lýsing á námskeiði: Farið er gegnum ferlið að lýsa mynd eða munstur á þrykkramma, að þrykkja og stimpla með pigmentlitum á textíl og festa litinn. Nemendur koma með mynd eða munstur sem þeir vilja yfirfæra á textíl til að þrykkja á bómullar- og hörefni, ljós og dökk.
Myndin eða munstrið má ekki vera stærra en A3, helst minna.

Vinnuferlið: Kynning á verkfærum og aðstöðu fyrir textílþrykk. Nemendur læra að útbúa munstur eða mynd fyrir þrykkramma, lýsa munstrið á rammann og þrykkja á tau með pigmentlitum. Þeir læra að útbúa símunstur og þrykkja það. Einnig læra þeir að þrykkja með pappírsskapalóni og stimplum. Sýnt er hvernig munstur er unnið í Photoshop.

Nemendur fá eftirfarandi ljósrit:

  • Verkfæralisti, litir og aðstaða fyrir þrykk.
  • Leiðbeiningar um lýsingu munsturs á þrykkramma og þrif á ramma.
  • Leiðbeiningar við gerð símunsturs.
  • Rapportþrykk (þrykk símunsturs)
  • Munsturgerð í Photoshop.

Verð: 34.200kr
Dagsetningar 23.- 28.okt 2017.
Ein vika; mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld (kl 17:45-20:30) og laugardagur (kl 10:15-14:45). 

Skráning fer fram á heimasíðu Myndlistaskólans í Reykjavík