GIMB - Örnámskeið!

Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 18-21 verður haldið örnámskeið í gimbi. Á námskeiðinu er kennd grunnaðferð við gimb en svo kallast aðferð sem notuð er við að hekla lengjur utan um sérstakan gimbgaffal. Möguleikar í gimbi eru ótal margir allt frá dúkum og sjölum til lampaskerma og jólakúla.

Á þessu stutta námskeiði læra nemendur að gimba og gera einn hlut, litinn dúk eða kúlu. Þátttakendur hafi með sér gimbgaffal, heklugarn fyrir heklunál nr. 2  eða fínni (t.d. 1,75/1,5) og samsvarandi heklunál, skæri og nál. Efni og áhöld fást í verslun HFÍ. Kennari á námskeiðinu er Anna Jórunn Stefánsdóttir, námskeiðgjald er: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið. Námskeiðið fer fram í Heimilisiðnaðarskólanum í Nethyl 2e en skráning með því að senda póst á skoli@heimilisidnadur.is eða hringja í síma 5515500. Sjá nánar um fjölbreytt námskeið á www.heimilisidnadur.is