Gamli íslenski krosssaumurinn - námskeið

Gamli íslenski krosssaumurinn - námskeið

Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður kennir gamla íslenska krosssauminn (fléttuspor) á námskeiði í Heimilisiðnaðarskólanum Nethyl 2e. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 3. október kl. 18. Í fyrsta tíma læra nemendur sporið og gera fallega prufu með munstri úr Sjónabókinni eða öðrum bókum sem síðar má setja upp í púða eða ramma. Í öðrum tíma fá nemendur aðstoð og leiðbeiningar við val á stærra verkefni. Kennt er miðvikudagana 3. og 17. október og 7. nóvember kl. 18-21. Námskeiðsgjald: 26.200 kr. (23.580 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn er innifalið. Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.

Lára Magnea Jónsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á islenskum menningararfi. Hún hefur unnið fjölmörg útsaumsverk þar sem hún setur gömul munstur í nýtt og skemmtilegt samhengi. Lára Magnea hefur tekið þátt í sýningum og unnið að hönnun með íslenskan munsturarf.