Fjölbreytt listaverkasýning í Gallerý Grásteini

Þann 26. júní var opnuð samsýning listamanna í Gallerý Grásteini við Skólavörðustíg 4.

Á sýningunni eru fjölbreytt verk af ýmsu tagi: ljósmyndir, vatnslitamyndir, olíumálverk, þæfð ullarverk, keramik o.fl. Sýningin er í fallegum sal á efri hæð hússins en listamennirnir sem standa að henni reka Gallerý Grástein á neðri hæð þar sem líka má sjá vandað úrval listaverka. Þarna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi .

Álfheiður Ólafsdóttir
Árný Björk Birgisdóttir
Guðrún Hreinsdóttir
Jorinde Chang
Kristín Geirsdóttir
Nadine Cécile Martin
Pálmi Bjarnason
Rúna K. Tetzschner
Sif Jónsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Sjoddý
Steinunn Steinars
Þórdís Sigfúsdóttir

Sýningin stendur til 11. júlí og er opið mánudag til laugardags kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17.

Gallerý Grásteinn er hýst í gömlu friðuðu húsi sem er hlaðið úr tilhöggnu grágrýti og talið vera fyrsta húsið í Reykjavík sem íslenskir steinsmiðir stóðu einir að.

Facebooksíða Gallerý Grásteins