Finndu mig í fjöru

Næsta laugardag opnar sýning Helgu R. Mogensen í vitavarðahúsinu í Gróttu.

Sýningin er hluti af dagskrá Bæjarhátíðar Seltjarnanesbæjar en Helga sýnir verk unnin úr rekavið en skartgripir eru ekki lykilatriðin á þessari sýningu heldur frekar leikur úr hráefni. Á laugardeginum verður hátíðin á milli 11-14 og þá verður smiðja fyrir börn og aðra, en þá er hægt að búa sér til hálsmen með náttúruefnum. Á sunnudeginum verður svo formleg opnun sýningarinnar frá 12-15. Sýningarlok eru svo á mánudeginum frá 13-15. Þetta er sannkölluð örsýning þar sem allt miðast við flóð og fjöru.

Nánari upplýsingar um sýninguna