Fimmtudagurinn langi í dag

Í dag Uppstigningardag er ókeypis aðgangur í Hafnarhús kl. 17-22.00 og á Kjarvalsstaði kl. 10-22.00 – allir velkomnir!

Hafnarhús
Erró: Sprengikraftur mynda
Yfirlitssýning þessi rekur gjörvallan feril Errós eftir tímabilum og þemum, í öllum sínum fjölbreytileika, allt fram til nýjustu verka hans.

Kjarvalsstaðir
Útskriftarsýning LHÍ: verandi vera
Útskriftarsýning BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr við LHÍ.

Kl. 20.00
verandi vera: Gjörningur – Tvær útgönguleiðir

Kl. 20.30
verandi vera: Leiðsögn sýningarstjóra

Klambrar Bistro opið til kl. 22.00.

Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni.