Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor

Sýningin Festum þráðinn – samræður um útsaum spor fyrir spor, stendur yfir í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum. Sýningin er afrakstur rannsókna norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna, annars vegar á Austurlandi og hins vegar í Vesterålen í Noregi. 

Á sýningunni eru til sýnis útsaumuð verk 10 kvenna, fimm frá hvorum stað. Allar eru þær á aldrinum 67-95 ára og eiga það sameiginlegt að hafa stundað útsaum frá unga aldri. Á sýningunni gefst gestum fágætt tækifæri til að skoða hefðbundinn útsaum sem unnin er af þekkingu og færni með fjölbreyttri tækni og litavali. 

Þátttakendur: 
Petra Friðrika Björnsdóttir 
Guðný G.H. Marinósdóttir 
Guðrún Sigurðardóttir 
Jónína Fjóla Þórhallsdóttir 
Kristbjörg Sigurðardóttir 
Signe Kristensen 
Helene Sophie Breivik 
Greta Paulsen 
Lilljan Greta Søyland 
Eva Kristine Kvensjø

Sýningin stendur fram að jólum og er opin á opnunartíma Minjasafnsins, þriðjudaga – föstudaga frá 11:00-16:00. Hægt er að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma með því að hafa samband í síma 471-1412 eða á netfangið minjasafn@minjasafn.is
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóð Austurlands og Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls.

Sjá nánar hér.