Ferð til fjár - sýning á Skriðuklaustri

Vorsýning í stássstofu Skriðuklausturs var opnuð 17. apríl.

Sýningin nefnist "Ferð til fjár" og unnin í samvinnu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og er inntak hennar íslenska sauðkindin. Á sýningunni getur að líta fjölbreytt handverk og listmuni víða að af landinu.

Sýnendur eru:

Anna Gunnarsdóttir - Ásthildur Magnúsdóttir - Hélène Magnússon - Fræðasetur um forystufé -  Sólóhúsgögn - Ullarselið

Sýningin stendur til  24. maí 2021

Opið alla daga frá kl. 12 til 17.

Þjónusta verður með þeim hætti sem sóttvarnaryfirvöld heimila og mæla fyrir um.

Vefur Gunnarsstofnunar

Smelltu hér til að skoða sýningarskrá