FEGURÐIN BÝR Í LITUNUM

Guðrún Gunnarsdóttir myndlistarkona hefur opnað sýningu: FEGURÐIN BÝR Í LITUNUM í Gallerí Gróttu, við hliðina á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi.

Næstkomandi helgi 12. - 13. september  verður Guðrún við á sýningunni frá kl. 13-17 laugardag og sunnudag. 

Verkin á sýningunni eru vatnslitaverk, klippt, skorin og límd auk verka úr hrosshári og vír. 

Guðrún stundaði nám í vefnaði í Verkstæði Kim Naver í Kaupmannahöfn á árunum 1972-1975 og námskeið í Haystack Mountain School of Art and Craft Maine í Bandaríkjunum 1987. Guðrún hefur dvalið á vinnustofum víða, m.a. í Helsinki, París, Bergen og Stokkhólmi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.

Guðrún hefur unnið að frjálsri myndsköpun og textílhönnun frá árinu 1976.
Verkin sem Guðrún sýnir hér í Gallerí Gróttu eru óður til lífsins, hugmynd um bjartari og litfegurri tíma.
Mála, klippa, skera, líma og til verður nýr og breyttur veruleiki í lit.

Um sýninguna á Facebook

ATH!
Að gefnu tilefni: allar sóttvarnareglur eru í heiðri hafðar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Handspritt er við alla innganga, gestir eru hvattir til að virða tveggja metra regluna eins og kostur er og ekki verður boðið upp á veitingar.