Endurheimt og efnisvinnsla

Endurheimt og efnisvinnsla - námskeið hjá Textílfélaginu dagana 11., 12. og 13. mars.

Á námskeiðinu verður einblínt á endurnýtingu og endurvinnslu á efnum við gerð bútasaumsverka. Í upphafi námskeiðsins verður fyrirlestur þar sem skoðuð verður eðlislæg merking efna þ.e. hvernig þau voru framleidd og hvaða vistfræðilegu áhrif textílgerð hefur á heiminn. Einnig verður fjallað um áhrif mismunandi menningarheima á bútasaumsmunstur og hvernig þau tengjast
sjálfsmynd og landafræði. Þar að auki verður farið yfir hvernig bútasaumsteppi hafa verið notuð til að safna og skrásetja upplýsingar um kynslóðir bútasaumsgerðarfólks.

Á námskeiðinu læra nemendur ýmsar aðferðir við gerð bútasaums: samsetningu forma (ferhyrninga, þríhyrninga, randa, „brjálaðs bútasaums“ og „innsæis bútasaums“), ásaum (e.appliqué), að halda saman efnislögum tímabundið á meðan saumað er (e.basting), yfirsaum (e.top-stitch) og frágang á köntum.

Sýnd verða öll skref sem þarf til að gera stórt bútasaumsteppi og verða gerða æfingar á minni skala á námskeiðinu. Nemendur ættu að öðlast næga þekkingu á tækninni til að ljúka við stærra teppi að námskeiði loknu.

Í lok námskeiðs verður sýning og óformleg yfirferð þar sem nemendur skoða og ræða verkin.