Endurbókun

Bókverkasýning ARKANNA, ENDURBÓKUN hefur verið sett upp í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði. Sýningarstjórn og uppsetning er í höndum Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur, Svanborgar Matthíasdóttur og Ingiríðar Óðinsdóttur. Verkin eru flest unnin úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni.

Sýningin var opnuð þann 28. ágúst og stendur til 29. október.

Endurbókun er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá kl 13-16. 

Sjá nánar á vef Arkanna