Chromo Sapiens

Innsetningin Chromo Sapiens er verk Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter og var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019. 

Listasafn Reykjavíkur kynnir með stolti framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019 - innsetninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter.

Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými; Primal Opus, Astral Gloria og Opium Natura, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.

Sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum | Curator of the Icelandic Pavillion in Venice Birta Gudjonsdottir

Nánari upplýsingar um sýninguna 

Innsetningin Chromo Sapiens er verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter og var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019. Íslenska hljómsveitin HAM semur tónverk sem hljómar í verkinu.

Listsköpun Hrafnhildar Arnardóttur (f. 1969), sem einnig er þekkt sem Shoplifter, liggur á mörkum myndlistar, gjörninga og tísku og sækir hún áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar og handverkssögu.

Sýningin stendur til 19. mars 2020. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.