Þæfingur - sýning í gallerý Epal

Miðvikudaginn 29. september opnar sýningin Þæfingur í gallerý Epal á Laugarveginum en sýningin er afurð samstarfsverkefnis hönnuðana í Stúdíó Fléttu og Ýrúrarí.

Sýningin samanstendur af verkum sem mætti einnig lýta á sem efnistilraunir þar sem vannýttir ullarafskurðir frá innlendum prjónaverksmiðjum eru þæfðir saman í ný efni með stórmerkilegri nýrri nálarþæfingarvél í textíl labinu á Blönduósi. Verkefnið er aðeins byrjunar punkturinn á þessu samstarfi en planið er að kaupa svipaða vél til að halda áfram með þróunnarvinnuna í Reykjavík og vonandi að ná að þróa áfram 100% endurunnið efni úr íslenskum ullar afgöngum sem hægt er að nýta sem ýmisskonar innannhús textíl.

Opnunarhófið verður kl 16.00 þann 29. september og stendur sýningin opin út 11. október í EPAL gallerí, Laugavegi 7.

Þæfingur er samstarfsverkefni Fléttu, hönnunarstofu og textílhönnuðarins Ýrúrari þar sem afskurðir frá íslenskum prjónaverksmiðjum eru nýttir. Verkin eru gerð í nálaþæfingarvél við Textílsetrið á Blönduósi og eru alfarið mótuð úr ullarafgöngum. Verkefnið hófst með tilraunavinnu á textílsetrinu sumarið 2022 þar sem þær þróuðu aðferð við að nýta ullarafskurði sem að öðrum kosti hefðu verið sendir erlendis til endurvinnslu. Með verkefninu vonast hönnuðirnir til að skapa farveg fyrir ullarafgangana hér á landi.
Ýrúrarí hefur verið starfandi nú í um 10 ár en hún hefur vakið mikla athygli fyrir endurvinnslu á ósöluhæfum peysum sem safnast hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Að Fléttu standa vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir en þær hafa unnið saman að endurnýtingu og endurvinnslu hráefna síðan 2014.

Verkefnið hlaut þróunarstyrk úr Hönnunarsjóði vorið 2022.