Stefnumót hringrásar

Þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku þann 19. janúar frá kl. 14:30 - 16:00. Samtalið fer fram í Grósku í Vatnsmýri og er öllum opið.

Innleiðing á hringrásarhugsun í byggingariðnaðinum er aðkallandi verkefni þar sem mikil þörf er á að efla og styrkja þverfaglegt samtal allra fagaðila sem koma að virðiskeðjunni.

Samtalið hefst á ávarpi frá Guðrúnu Ingvarsdóttur, forstjóra FSRE og svo koma innlegg frá tveimur erlendum sérfræðingum, þeim Helle Redder Momsen, stjórnanda hjá Nordic Sustainable Construction og Alexander van Leersum, framkvæmdastjóra Build to Impact.

Í kjölfarið verða panelumræður frá fjölbreyttum hópi hagaðila sem fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir stýrir. Í panel verða:

  • Borghildur Sturludóttir, deildastjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar
  • Friðjón Sigurðsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum
  • Halldór Eiríksson, formaður Samark
  • Hermann Jónasson, forstjóri HMS
  • Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka

Nánari upplýsingar hér...