Sýningin: Nytjar úr garðinum
15.05 - 05.06 2023
Jón Guðmundsson, trérennismiður sýnir fjölbreytta rennda muni á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Eiðistorgi. Hráefnið er grisjunarviður úr görðum og heimaræktaðar trjátegundir.
Fallegir viðarbútar eru nýttir þar sem fegurð viðarins er aðalatriðið og hún látin koma fram í hlutnum. Ýtt er undir einkennin með því að nota olíur sem flæða vel og laða fram viðaræðar og viðarsveppi. Litir svo sem mýrarauði, málm og plöntulitir eru notaðir til að ýkja einkenni. Stundum eru límdir eru saman bútar af mismunandi viðartegundum sem mynda mynstur. Mynstur er stundum hamrað í viðinn.
Öll verkin eru einstök.
Sýningin er opin:
Þriðjudaga: 12.00 – 16.00
Miðvikudaga: 12.00 – 16.00
Fimmtudaga: 12.00 – 16.00
Föstudaga: 12.00 – 16.00
Öll verkin eru til sölu.
Nánari upplýsingar veitir Jón Guðmundsson: s. 699 1499 / jon.gudmundsson.jakaseli@gmail.com
Facebook: Gallerý Tré