Brjóst - bleikur október

ATH. Lokað er í Gallery Grásteini til 20. október vegna þróunar Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu.

Brjóst er þema samsýningar listamanna á efri hæð Gallery Grásteins við Skólavörðustíg 4, sem sett er upp í tilefni af bleikum október. Sýningin opnar formlega laugardaginn 3. október og stendur til 30. október. Bleiki dagurinn 16. október verður auk þess haldinn hátíðlegur í salnum og munu gestir fá tækifæri til að ræða við listamenn um verkin þeirra. Hver listamaður leggur til 15.000 krónur til styrktar Krabbameinsfélaginu en Gallery Grásteinn leggur fram sýningarsalinn. Listamennirnir ánafna söluandvirði sinna listaverka að hluta eða öllu leiti til söfnunarinnar.

Þegar 21 listamaður skapar brjóst, hver með sínu efnisvali, verður til áhugavert sjónarspil. Sýningin er persónuleg en fjallar á sama tíma um sameiginlegan reynsluheim okkar allra. Brjóst birtast okkur mjúk og viðkvæm, hlý og verndandi. Þau næra, hugga, örva og gleðja. Þau eru táknmynd umhyggju og sterkra tengsla. Þau birtast okkur líka varnarlaus og veik, tjá sársauka, missi og þörf. Með þessari sýningu taka listamenn höndum saman og safna fé til krabbameinsrannsókna. 

Árný Björk Birgisdóttir
Ásdís Þórarinsdóttir
Dóra Kristín Halldórsdóttir
Guðbjörg Sigmundsdóttir
Hanna Þóra
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Hrafnhildur Kristinsdóttir
Katrín Gísladóttir
Katrín Matthíasdóttir
Kristín Elísabet Guðjónsdóttir
Margrét Erla Júlíusdóttir
Pálmi Bjarnason
Sigríður Jónsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Steinunn Steinars
Úlfar Örn
Vala Arnardóttir
Vífill Valgeirsson / Kristín Geirsdóttir
Þórdís Elín Jóelsdóttir
Þórdís Sigfúsdóttir 

Sjá viðburð á Facebook