Breytingar og tímamót hjá HANDVERKI OG HÖNNUN

Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Nýr framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir
Nýr framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR

Ný stjórn og nýr framkvæmdastjóri

Eins og áður hefur komið fram í fréttabréfi HANDVERKS OG HÖNNUNAR, tók ný stjórn til starfa í maí 2023 og var hún kynnt sumarbyrjun. Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri sem hefur starfað hjá verkefninu um árabil, sagði starfi sínu lausu í vor. Þar sem ný stjórn var að taka til starfa í maí ákvað fyrri stjórn að fela nýrri stjórn umsjón með ráðningu nýs starfsmanns. Starfið var auglýst í ágúst og ráðning nýs framkvæmdastjóra tók tíma þar sem umsóknir voru margar. Sunneva mun því, að ósk stjórnar starfa til nóvemberloka og ljúka yfirstandandi verkefni þ.e. HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjóla Guðmundsdóttir sem var fastur starfsmaður verkefnisins um árabil þar til maí 2022 og hefur tekið að sér nokkur sérverkefni síðasta árið mun einnig hætta við þessi tímamót.

Auglýst var eftir nýjum framkvæmdastjóra í ágúst og 60 umsóknir bárust í starfið, margar mjög góðar. Þessi fjöldi sýnir að áhugi á verkefninu HANDVERK OG HÖNNUN er mjög mikill í samfélaginu.

Stjórn HANDVERKS OG H0NNUNAR hefur nú komist að niðurstöðu og ráðið Gunnhildi Eddu Guðmundsdóttir í starfið og mun hún hefja störf í nóvember.

Edda útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk meistaragráðu í hönnun frá háskólanum í Gautaborg 2015. Hún starfaði sem fatahönnuður á árunum 2009-2013 þegar hún stofnaði og rak fatahönnunarfyrirtækið Shadow Creatures ásamt systur sinni. Hún var einnig ein af stofnendum verslunarinnar KIOSK í Reykjavík.
Edda hefur mjög fjölbreytta reynslu í menningartengdri stjórnun og starfaði t.d. sem umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar 2011-2012, verkefnastjóri Artótek 2016-2017 og skipulagði og stjórnaði árlegum alþjóðlegum tónlistarhátíðum sem haldnar voru í Reykjavík 2016 – 2021.

Um leið og Edda er boðin velkomin til starfa er Sunnevu þakkað farsælt og óeigingjarnt starf í þágu Handverks og hönnunar.

f.h. stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR
Sigursteinn Sigurðsson