Borðlagðar bækur - Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur

Bókverkasýning Sigurborgar Stefánsdóttur "Borðlagðar bækur" verður opnuð í  Smiðsbúðinni föstudaginn 27. ágúst kl. 16:00

Sigurborg Stefánsdóttir nam myndlist við Skolen for Brugskunst- Danmarks designskole í Kaupmannahöfn á árunum 1982-7 og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni í Smiðsbúðinni sýnir Sigurborg bókverk, ásamt nokkrum málverkum. Bókverk Sigurborgar eru af ýmsum toga, smáverk sem hvert og eitt inniheldur stuttar frásagnir ólíkar í formi og efni, sögur sem við könnumst við, stutt myndljóð.
 
Sýningin stendur til 22. september og er opin frá kl. 11-18 virka daga og kl. 11-16 á laugardögum.
 
Smiðsbúðin
Geirsgötu 5a
Reykjavík.