Bókverk Sigurborgar Stefánsdóttur

Þann 20. janúar var opnuð sýning á verkum eftir Sigurborgu Stefánsdóttur í Borgarbókasafninu Kringlunni.

Á þessari sýningu gefur að líta nokkur af nýlegum bókverkum Sigurborgar, en hún hefur fengist við bókverkagerð ásamt málverki í liðlega 30 ár. Bókverkin eru af ýmsum toga, bæði einstök verk og nokkur prentuð í fleiri eintökum. Sigurborg beitir fjölbreyttum aðferðum við bókagerðina, svo sem eins og klippitækni, teikningum, málun, útskurði og ljósmyndum. Sumar bókanna innihalda texta, sem stundum hefur pólitískar skírskotanir, en oft aðeins fagurfræðilegar eða fáránlegar.

Sýningin stendur til 20. febrúar.

Sjá nánar um sýninguna hér