Bibliotek Nordica - norræn bókverkasýning

Mynd af vef ARKANNA: arkir.art
Mynd af vef ARKANNA: arkir.art

Norræn bókverkasýning í Þjóðarbókhlöðu

Bókverkasýningin Bibliotek Nordica, samsýning 84 norrænna listamanna á bókverkum í A6-broti, verður opin frá og með mánudeginum 17. maí 2021 í Þjóðarbókhlöðunni. Tólf íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni sem hefur verið sett upp í sex löndum á síðustu tveimur árum. Verkefnið er á vegum listahópsins Codex Polaris en sýningarstjórn er í höndum Imi Maufe í samvinnu við Megan Adie og Bent Kvisgaard. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast sem hægt er að nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans og skapa um leið tengslanet milli Norðurlandanna. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

Upplýsingar um sýninguna

Sýningarskrá

Sýningin stendur til 23. ágúst 2021.