Andstæður

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir textíllistakona opnaði sýningu sína Andstæður þann 31. júlí sl. í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.

Íris einbeitir sér að þvi að kanna andstæður efnis og forms, hlutlægt og huglægt! Hart/mjúkt, norðrið/suðrið, kona/karl, frelsi/takmarkanir. Miðill hennar er textíll og grjót! Klipptur, bundinn, saumaður, vafinn!
Íris Ólöf var um árabil safnstjóri Byggðasafnsins í Hvoli og má sjá handbragð hennar og stíl á flestum sýningum safnsins. Íris Ólöf er menntuð í textíllist og textílforvörslu. Í dag vinnur hún að listsköpun sinni auk þess sem hún kennir textílsögu í stundakennslu m.a við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Endurmenntun Háskóla Íslands.
 
Sýningin stendur út september og er opnunartími hússins eftirfarandi: 
Mánudagar til föstudagar: 10.00-17.00
Laugardagar: 13.00-16.00
Sunnudagar: - lokað -