AFRIT og GERÐUR

Sýningin AFRIT hefur verið opnuð í Gerðarsafni af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Einnig hefur ný grunnsýning; GERÐUR verið opnuð á neðri hæð safnsins.

Á sýningunni AFRIT eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Verkin á sýningunni minna á að ljósmynd er afritun og endurtekning á því sem hún birtir. Afritunin sjálf verður að umfjöllunarefni listamannanna með vísun í það að ljósmyndir eru augnablik sem hafa verið fryst, afrituð og varðveitt. 

Listamenn: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarki Bragason, Claudia Hausfeld, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Þórdís Jóhannesdóttir.
Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir

Á sýningunni GERÐUR er sjónum beint að járnverkum Gerðar frá 6. áratugnum.

Sjá nánar á vef Gerðarsafns