Afmælissýning Stellu í Kirsuberjatrénu

Stella, Sigurbjörg Sigurðardóttir, verður níræð þann 7. febrúar. Stella er listahandverkskona og liggur eftir hana fjölbreytt og fallegt handverk sem hún hefur unnið síðustu 80 árin. Kirsuberjakonur ákváðu að bjóða henni að sýna verkin sín í Herberginu à sjálfan afmælisdaginn.

Stella býður alla hjartanlega velkomna og myndi gleðja hana að sjá sem flesta ættingja, vini, samferðafólk og unnendur fagurs handverks.

Sjá nánar um viðburðinn hér