Aðventuopnun - Kristín Sigfríður

Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramiker mun taka á móti gestum og gangandi á vinnustofu sinni Korpúlfsstöðum alla laugardaga til jóla frá kl. 13-17 og með sóttvarnir á hreinu.

Einnig verður hún með annan fótinn og jafnvel báða á öðrum tímum á vinnustofunni og er velkomið að hafa samband á  Facebook eða í síma 895 9556. Það verður 10% afsláttur af öllum vörum + 40% afsláttur af grænum karöflum úr gleri þennan laugardag.
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 10.000 eða meira. Vörurnar verða keyrðar út laugardaginn 18. des. eftir kl 17.
Verið velkomin!