AÐVENTAN Í NORRÆNA HÚSINU: Hringrásarjól

Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins sunnudaginn 27. nóv. kl. 13-15

Silkiprent með Prent og vinum: Komið með gamlar flíkur, stuttermaboli eða annan textíl, og glæðið nýju lífi með Prent og vinum – sem munu bjóða gestum og gangandi að gera sitt eigið silkiprent. Þátttakendur geta einnig prentað á pappír, t.d. með að koma með gamla pappírspoka og gera jólakort eða jólamerkimiða úr þeim.
Jólaskiptimarkaður: Það sem nýtist þér ekki lengur gæti vel reynst fjársjóður annars – og öfugt! Komdu með bækur, leikföng, spil, smádót í skóinn – eða bara hvað sem þér dettur í hug – og skiptu fyrir eitthvað annað. Tilvalið tækifæri til þess að finna umhverfisvænar jólagjafir sem þú getur sett undir tréð með góðri samvisku.
Sónó Matseljur verða með sérstakan jólamatseðil og jóladrykki í boði.