Ýrúrarí

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður

www.yrurari.com

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið með peysuformið og prjón síðan 2012. Ýr er þekkt fyrir mikla leikgleði og fyndni í bland við hagnýtni í verkum sínum og hafa peysurnar hennar vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis. Undanfarin ár hefur efnisval í verkefnum Ýrar færst í sjálfbærari áttir og þemað í sköpunarferlinu gjarnan með undirliggjandi hugleiðingum um vitundarvakningu á textílneyslu.

Textíll