Handaband

Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari

Erla Dís Arnardóttir textílhönnuður og kennari

Guðný Katrín Einarsdóttir textílhönnuður og iðjuþjálfi 

Handaband er þróunarverkefni sem hóf göngu sína í mars 2017 á Vitatorgi, félagsmiðstöð og samfélagshúsi Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins var að þróa nýjan valkost, skapandi vinnustofu, sem hluta af félagsstarfinu. Á vinnustofu handabands vinnum við með efni sem fellur til við framleiðslu á Íslandi. Þátttakendur þróa nýjan textíl og vörur í samstarfi við leiðbeinendur sem eru lærðir textílhönnuðir. Hingað til hafa fyrirtæki á borð við Umemi, Glófa, Cintamani, Huginn Muninn og Reykjavík Letterpress gefið efni til endurnýtingar.

 

Textíll