Cool Design Iceland

Sigrún Einarsdóttir
s. 699 1179
cooldesign@cooldesign.is

Vinnustofa: Huldubraut 30, 200 Kópavogur

Sölustaður: Safnbúð Listasafns Íslands og vinnustofan Huldubraut

Sigrún er með rúmlega 30 ára hönnunarferil að baki og hefur rekið sitt eins manns hönnunarstúdíó í 10 ár. Hún vinnur í mjög fjölbreyttan efnivið: timbur, leir, plexi sem og teikningar og prentgripi en ávallt í anda umhverfisverndar. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í listrænni endurvinnslu á skálum og bökkum úr bókarefni og spónarblöðum.

Fyrir þessa sýningu HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2021 sýnir hún tvær glænýjar útgáfur af bökkum í collage-tækni (klippimyndir). Önnur línan er byggð á gömlum landakortum og textabrotum úr bókum og hin línan er úrklippur og bókasíður. Í báðum þessum útgáfum er hver bakki sjálfstætt listaverk sem bæði er hægt að hafa á borði eða hengja uppá vegg. Sannkölluð “nytjalist” í anda endurvinnslu og mínimalísks lífsstíls. Einnig verður hún með keramik-kertahlífar sem henta vel á alla kertastjaka og nauðsynlegt á kertatímum! Ekki síst er Sigrún með afar skemmtilegar gjafir fyrir börn: spil sem eru litaskipt og nýtast bæði til leiks og náms sem og gjafapakkana “Skapandi skrif og teikning fyrir börn”.

Blönduð tækni