Sunna Örlygsdóttir í Hönnunarsafni Íslands

Sunna Örlygsdóttir - fatahönnuður í vinnustofudvöl á Hönnunarsafni Íslands

Sunna Örlygsdóttir er fatahönnuður og meistara útsaumari. Hún stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi.

Sunna hefur óendanlegan áhuga á fatnaði og öllu sem viðkemur fatagerð. Það sem vekur sérstakan áhuga hennar er: allt sem er skrítið og úr takti, lúxus og íburðarmikil efni, tímafrekt handverk og aðferðir, óhefðbundnir hlutir og tíska sem mótast af útsjónarsemi.
Sunna verður með sýningu í Hönnunarsafni Íslands frá 8. október til 30. desember.

 

Fríhendis flóra - námskeið

Sunna mun halda námskeið "Fríhendis flóra" sem hefst fimmtudaginn 14. október kl. 17 - 19.
Námskeiðið fer fram þrjá fimmtudaga í röð og kostar 12.500 kr.
Námskeiðið má bóka hér: https://tix.is/is/event/12153/