Alrún Nordic Design

Verslun:
Sundaborg 1
104 Reykjavík
s. 698 1312

info@alrun.is
www.alrun.is

Rúnaletrið umskapað
Rúnaletur hefur leikið ómissandi hlutverk í hinni norrænu hefð í meira en þúsund ár. Bandrúnir eru tákn sem mynduð eru með því að fella saman rúnastafi tiltekinna orða eða nafna, oftast yfir einn og sama rúnalegg. Banrúnir voru notaðar til að magna seið, dylja leyndarmál og skapa öfluga persónulega verndargripi. Norrænt fólk til forna trúði því að bandrúnir gætu magnað upp inntak orðsendinga og að sá kraftur sem bandrúnirnar særðu fram gæti sett mark sitt á daglegt líf þess.

Frá heimili okkar og heim til þín
Í glæsilegu ullarvörunum okkar búa öflug bandrúnatákn sem eiga að veita þér andagift og uppörvun á hverjum degi. Hjá Alrúnu hönnum við okkar eigin einstöku bandrúnatákn og umsköpum þau svo í dásamlega óvenjuleg mynstur þar sem norræn dulspeki mætir innihaldsríkri og nútímalegri hönnun. Vefnaðarvara okkar er hönnuð til þess að öðlast sérstakan sess í hjarta þínu. Við bjóðum þér að umfaðma fegurð hinnar nýju norrænu hefðar inni á heimili þínu og gera boðskapinn að þínum eigin.

Skartgripir / Textíll