ÞOLMÖRK - EMBLA

18.04.18 - 28.05.18

ÞOLMÖRK

Embla Sigurgeirsdóttir

Fyrsta sýningin í nýju húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi var opnuð á síðasta vetrardag, þann 18. apríl 2018. Þar sýndi Embla Sigurgeirsdóttir keramikhönnuður ný verk á sýningu sem hún kallaði ÞOLMÖRK.  

Embla útskrifaðist með BA Hons í keramikhönnun frá University of  Cumbria í Englandi árið 2014 en þar áður stundaði hún tveggja ára nám við Mótun í Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Hún er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar og er meðlimur í listamannafélagi Kaolíns en hún rekur það gallerí ásamt 7 öðrum keramikerum á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík.

Á sýningunni Þolmörk sýnir Embla hvernig hún hefur leyft sér að taka mistök sín skrefinu lengra og skoðar þolmörk efnis og burðar. Hún brýtur verk sín niður að grunni til þess að reisa þau upp aftur með nýja sýn og þekkingu á eigin ferðalagi sem ávannst með því að taka efni og aðferðir alla leið að endamörkum.

Frá sýningunni ÞOLMÖRKFrá sýningunni ÞOLMÖRK

Embla á Facebook

Embla á Instagram