Vistvænn jólamarkaður

Norræna húsið heldur Vistvænan jólamarkað fyrsta laugardaginn í desember þar sem boðið  verður upp á umhverfisvænar og spennandi vörur í jólapakkann. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn á síðasta ári og fékk glæsilegar móttökur, bæði frá almenningi  og þátttakendum.

Sjálfbær jólamarkaður 2. desember kl. 14-17

Á markaðnum verða hönnuðir, listamenn og handverksfólk sem fylgir umhverfissjónarmiðum í hönnun eða framleiðslu á vörum sínum.  Sjálfbærar vörur eru sem dæmi endurhannaðar, lífrænar, úrgangslausar, endurunnar, plastlausar eða heimagerðar úr náttúrulegum efnum.

Gerir þú sjálfbærar vörur?

Sendu póst til Kristbjorg@nordichouse.is ásamt lýsingu og myndum/link sem gefa til kynna hvað þú ætlar að selja á markaðnum. Þátttaka á markaðnum er ókeypis. 

Viðburðurinn á facebook