VIÐ HLIÐ

Verksmiðjan á Hjalteyri

Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14.00-17.00

Þann 5. maí var sýningin «VIÐ HLIл opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Að sýningunni standa fjórir listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með sterka efniskennd, rýmistilfinningu og fagurfræði. Verksmiðjan á Hjalteyri, með sinni sögulegu sviðsmynd veitir umhverfi sem myndlistarmennirnir komast ekki hjá að nota sem útgangspunkt. Listamennirnir munu skapa ný verk þar sem unnið verður markvisst með inngrip listaverkanna í rýminu. Listamennirnir fjórir vinna ekki að sameiginlegum verkum heldur hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.

Magnús Helgason, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Erwin van der Werve og Baldur Geir Bragason. 

Sýningarstjóri: Magnús Helgason

Sýningin stendur til 10. júní 2018

Verksmiðjan Hjalteyri / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri

Sjá nánar hér : http://verksmidjanhjalteyri.com  og hér: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri/

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði , Hörgársveit,  Ásprent og Akureyrarstofu.