Vefnaður Virginiju

Virginija Stigaite frá Litháen heldur fyrirlestur um vefnaðarferil sinn og verk í sal Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.

Virginija útskrifaðist sem fatahönnuður frá Háskólanum í Kaunas árið 1985. Hún hefur unnið sem stjórnandi hjá Lituanica og Augimita sem sérhæfðu sig í að búa til vefnaðarvöru með nýrri tækni og sem sérfræðingur í leðurvörum hjá Lituanica skóverksmiðjunni. Árið 2012 stofnaði hún eigin vefstofu undir heitinu NYTYS þar sem hún vinnur ofin fatnað, töskur, teppi, mottur, gardínur, borðdúka, borðdregla, handklæði o.fl.

NYTYS tekur þátt í ýmsum handverkssýningum, m.a. Handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 21.-25. nóvember en þar tekur hún nú þátt í fimmta sinn.

Í erindi sínu segir Viginija frá verkum sínum í máli og myndum og sýnishorn verk verða á staðnum. Nánar upplýsingar um verk hennar má sjá á facebook hér og instagram hér.

Aðgangur 1.000 kr. – allir velkomnir.