ÞRÍVÍDDARVEFNAÐUR

ÞRÍVÍDDARVEFNAÐUR byggir á því að vefa í tvívídd en breyta í þrívídd með frágangi í lokin. Hægt er að nota blindramma við vefnað af þessu tagi og gera þriggja til áttkanta box.

Tveggja skipta námskeið í þrívíddarvefnaði unnin á blindramma verður haldið í Heimilisiðnaðarskólanum  Nethyl 2e annars vegar 5. og 10. mars og hins vegar 6. og 10. mars. Kennt er mánudag EÐA þriðjudag kl. 18-21 og laugardag kl. 9-12.

Kennari er Guðrún Kolbeins.

Námskeiðsgjald 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn HFÍ).

Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 5515500.