Stakkaskipti

Listasýningin Stakkaskipti hefur verið opnuð í gamla fjárhúsinu norðan við Húsið á Eyrarbakka.

Fjórar ólíkar listakonur sýna saman á Stakkaskiptum. Þetta eru þær, Halla Ásgeirsdóttir keramiker, Halla Bogadóttir gullsmiður, HelgaRagnhildurMogensen skartgripahönnuður og MargrétBirgisdóttir myndlistarmaður. Þær eiga það sameiginlegt að sækja innblástur úr náttúru eða vinna verk sín úr náttúrulegum efnum líkt og rekaviði eða steinum. Allar hafa þær sýnt margoft en sýna nú saman í fyrsta sinn. Hugmyndin að sýningunni fæddist fyrir nokkrum árum og röð tilviljana leiddi þær á slóðir Eyrarbakka. Þær heilluðust af þeirri hugmynd að umbreyta grófu umhverfi eins og gamla fjárhúsinu í sýningarsal og þannig er nafnið Stakkaskipti tilkomið því sannarlega mun fjárhúsið umbreytast. 

Stakkaskipti er hluti af sumardagskrá safnsins í tengslum við sýningu Ástu Guðmundsdóttur, Marþræðir sem hverfis um fullveldið og fjörunytjar. Sú sýning teygir sig yfir í eitt útihúsa safnsins og þannig verða nú listasýningar í tveimur útihúsum. 

Sýningarnar í útihúsunum verða opnar kl. 11-18 fram í septemberlok eins og aðrar sýningar safnsins. 
Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Sjá nánar hér