Spennandi námskeið - Heimilisiðnaðarskólinn

Spennandi námskeið

Námskeiðsbæklingur Heimilisiðnaðarskólans fyrir vorið 2019 er kominn út - bæklinginn má nálgast á pdf-formi hér.

Námskeiðsframboðið er fjölbreytt: Þjóðbúningasaumur, vefnaður, útsaumur, tóvinna, orkering, hrosshársfléttun, kríl, knipl, körfufléttun, vinnu úr mannshári, litun, sápugerð og tálgun eru á meðal námskeiða.

Námskeiðin verða kynnt á prjónakaffinu fimmtudaginn 10. janúar kl. 20 í Nethyl 2e. Það kvöld verða kennarar og sýnishorn á staðnum. Allir velkomnir!