Sólarlitun - bútasaumur

Sólarlitun - bútasaumur

Heimilisiðnaðarskólinn stendur fyrir námskeiðið í sólarlitun í næstu viku. Þrátt fyrir nafnið er kjörið að kynnast þessari skemmtilegu litunaraðferð nú í skammdeginu. Námskeiðið er tvö kvöld, fyrra kvöldið er efnið litað en það síðar er gengið frá efninu og saumað úr því budda eða veski.

Á námskeiðinu kynnast nemendur auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni. Notuð er svokölluð „mjólk” sem textíllitunum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efni til að mynda með þurrkuðum laufblöðum eða öðrum formum. Á staðnum er úrval þurrkaðra jurta en nemendur geta einnig komið með eigið efni til að mynda laufblöð, klippimyndir úr vaxkenndum pappír eða hvað annað sem hugurinn girnist. Fyrra kvöldið er efnið litað en seinna kvöldið er gengið frá efninu og saumað veski/budda. Síðara kvöldið koma nemendur með saumavél en einnig er hægt að fá þær lánaðar á staðnum.

Kennari: Sigurlaug Helga Jónasdóttir og Sigríður Poulsen

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 26. og 27. október 2016 - miðvikudag og fimmtudag kl. 18-21.

Námskeiðsgjald: 17.400 kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Staðsetning: Nethylur 2e

Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500