Smástundamarkaður og fyrirlestur um gullinsnið

Smástundamarkaður og fyrirlestur um gullinsnið í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 26. janúar.

Í safnbúðinni kl. 13-15 verður SMÁSTUNDAMARKAÐUR með yfirskriftina, hvað ætlar þú að gera við alla dagana árið 2019, í samstarfi við hönnuðina Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríð Þorsteins.

Á markaðnum verður kynnt sérstaklega RIFDAGATAL sem þær hafa hannað og selt undanfarin ár ásamt fleiri skipulagsmiðuðum vörum sem nefnast KONTRÓLKUBBAR.

Einnig verða á boðstólum bækur úr bókaklúbbi Angustúru en bækurnar voru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári. Bók er ævagamalt form og áskorun fyrir hönnuð að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Bækurnar eru í vönduðum þýðingum, þær eru frá öllum heimshornum og opna glugga út í heim.

Á meðan á markaðnum stendur býðst 20% afsláttur af verkum þeirra Snæfríðar og Hildigunnar. 

Smástundamarkaðurinn á Facebook

Sama dag kl. 13-14 heldur arkitektinn Paolo Gianfrancesco fyrirlestur um gullinsniðið í tengslum við sýningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Einar Þorsteinn var arkitekt, stærðfræðingur og sérfræðingur á sviði margflötunga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar á vef Hönnunarsafnsins