Samstarf við Michelangelo Foundation

HANDVERK OG HÖNNUN gekk nýlega til samstarfs við Michelangelo Foundation.  Stofnunin, sem ber undirtitilinn "for Creativity and Craftsmanship" er staðsett í Genf í Sviss og markmið hennar er að vekja athygli á og varðveita evrópskt handverk og styrkja tengsl þess við hönnunarheiminn. Að enduruppgötva og vekja athygli á getu mannsinns til að skapa og búa til með höndunum - og styðja við og hvetja þá sem gera það best. Að kynna einstaka evrópska listamenn sem nota gamlar hefðir, færni og þekkingu til að gera framúrskarandi hluti.

Stofnunin er nefnd í höfuðið á Michelangelo, þeim einstaka og framsýna listamanni og er ekki rekin í hagnaðarskyni.

Allir samstarfsaðilar Michelangelo Foundation eru kynntir á heimasíðu þeirra með texta og myndum, hér má sjá kynningu HANDVERKS OG HÖNNUNAR.