Prjónaskáld á prjónakaffi í kvöld

Fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði stendur Heimilisiðnaðarfélag Íslands fyrir prjónakaffi. Í kvöld fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 20 kynnir Kristín Hrund Whitehead bókina PRJÓNASKÁLD sem hún samdi ásamt stöllu sinni Jóhönnu Maríu Esjudóttur.

Prjónaskáld er fjölbreytt og framúrstefnuleg handavinnubók þar sem sköpunarkrafturinn ræður ríkjum. Í bókinni eru uppskriftir að peysum, húfum, vettlingum, treflum, kjólum og flíkum sem má nota á fleiri en einn veg. Kristín Hrund kemur með flíkur með sér og kynnir jafnframt hugmyndafræðina að baki bókinni en hún miðar að því að uppskriftirnar myndi grunn sem auðvelt sé að breyta og bæta eftir óskum hvers og eins.

Prjónakaffi HFÍ Nethylur 2e - húsið opnar kl. 19, kynningin hefst kl. 20.

Kaffi og meðlæti á sanngjörnu verði - allir hjartanlega velkomnir!